top of page
ÞAU í Bæjarbíó - útgáfutónleikar
ÞAU í Bæjarbíó - útgáfutónleikar

fim., 12. okt.

|

Hafnarfjörður

ÞAU í Bæjarbíó - útgáfutónleikar

Tónleikaveisla í Bæjarbíó 12. október kl. 20.

Time & place

12. okt. 2023, 20:00

Hafnarfjörður, Strandgata, 220 Hafnarfjörður, Iceland

About

Sannkölluð tónleikaveisla í Bæjarbíó! ÞAU flytja nýja og spennandi tónlist og fagna útgáfu annarrar plötu sinnar „ÞAU taka Norðurland“ með glæsilegum tónleikum í Bæjarbíó fimmtudaginn 12. október kl. 20.

Hljómsveitin hefur haldið fjölda tónleika víðsvegar um landið síðustu ár við frábærar undirtektir og er þetta viðburður sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Hljómsveitina skipa Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, sem hefur m.a. vakið athygli fyrir sína einstöku rödd í sýningum Borgarleikhússins; 9 líf, Matthildi og Room 4.1, og Garðar Borgþórsson gítar- og slagverksleikari sem leikið hefur með hljómsveitum eins og Ourlives og different Turns og jafnframt samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga.

ÞAU munu flytja glæný lög þar sem ljóð skálda frá Norðurlandi og Vestfjörðum lifna við. Orðsnilld Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Huldu, Jakobínu Sigurðardóttur, Ólafar frá Hlöðum, Steins Steinarrs og fleiri skálda öðlast nýtt líf í vönduðum tónlistarflutningi með rokk, popp, jazz og blús ívafi.      Komdu á tónleika og láttu ÞAU koma þér á óvart!

Viðburðurinn er styrktur af Hafnarfjarðarbæ. 

Share This Event

bottom of page